Húsreglur

Húsreglur

1.gr.

Íbúum er skylt að ganga þrifalega og hljóðlega um sameiginlegt húsrými og lóð. Íbúar skulu ætið taka sanngjarnt og eðlilegt tillit til annarra íbúa og gæta þess að valda öðrum íbúum sem minnstu ónæði. Sameiginleg lóð ofan á bílskýinu er ætluð til útivistar fyrir íbúa og börn þeirra. Íbúar eru beðnir um að brýna það fyrir börnum sínum að vera ekki að leik ofan á loftræsiskúrum, í blómabeði eða í bílskýli, enda er slíkt bannað og bera foreldrar ábyrgð á börnum sínum komi til þess að þau valdi skemmdum á trjám eða blómum í blómabeðum. Ganga skal snyrtilega um sameiginlega lóð og gæta þess að nota göngustíga til að komast leiðar sinnar um lóðina.

2.gr.

Umhirða, garðsláttur og snjómokstur á sameiginlegum bílastæðum, húsrýmum og lóð er í umsjá stjórnar húsfélagsins. Undanskildar eru einkalóðir upp við hús nr. 1 og 3. Óheimilt er að nota sameiginlegar og / eða einkalóðir til geymslu á hvers konar munum eða hlutum sem valdið geta sjón og /eða lyktarmengun. Sameiginleg bílastæði eru eingöngu ætluð fyrir nothæfa bíla. Húsfélaginu er heimilt að láta fjarlægja númerslausa bíla á kostnað eigenda þeirra enda sé þeim fyrst veitt skrifleg viðvörun.

3.gr.

Bílskýlið er ekki ætlað til meiriháttar bílaviðgerða og eru slíkar viðgerðir óheimilar. Heimilt er að sinna minniháttar viðgerðum í einkastæðum í bílskýlinu eins og bremsuviðgerðum, sem og þrifum á bílum. Óheimilt er að vinna við viðgerðir á bensíntönkum eða bensínleiðslum bíla í bílskýlinu og skulu bílar sem leka bensíni eða olíu geymast utandyra. Geymsla á ónýtum eða óskráðum bílum í einkastæðum má ekki vera til óþæginda fyrir aðra íbúa. Með óþægindum er átt við bíla sem valda sjón og / eða lyktarmengun. Óheimilt er að geyma hjólbarða, rusl eða eldfim efni í bílskýlinu og gildir þá einu þó að um einkastæði sé að ræða.

4.gr.

Akstur vélknúinna ökutækja inn á sameiginlega lóð ofan á bílskýlinu er óheimill. Með vélknúnum ökutækjum er átt við allar gerðir bifreiða, vélhjóla og vinnutækja. Allur slíkur akstur verður umsvifalaust kærður til lögreglu. Lausagangur bifreiða í bílskýli er bannaður. Endurvinnslukör eru staðsett í bílskýli og eru þau til notkunar fyrir alla íbúa. Merkingar eru við körin hvað má setja í þau og skulu íbúar fylgja þeim leiðbeiningum í hvívetna.

 

Húsfélagið Skeljagranda 1,3,5 og 7

Samþykkt á aðalfundi húsfélagsins 22.apríl 2024