Lóðin
Sameiginleg lóð
Sameiginleg lóð húsfélagsins er ofan á bílskýli á milli fjölbýlishúsanna. Íbúar sjá sjálfir um viðhald lóðarinnar.
Garðsláttur.
Garðslætti er skipt á milli fjölbýlishúsanna í samræmi við fjölda íbúða. Ef fjölbýslishúsin sinna ekki garðslætti á sínu tímabili mun húsfélagið sjá um garðsláttinn á kostnað viðkomandi fjölbýlishúss. Upplýsingar um skiptingu garðsláttar á milli fjölbýlishúsanna eru birtar á þessari síðu og Facebook síðu húsfélagsins á hverju vori.
Hreinsunardagur.
Einu sinni á ári (í lok maí eða byrjun júní) er sameiginlegur hreinsunardagur húsfélagsins. Þá tökum við til í sameigninni og á lóðinni og sinnum einföldu viðhaldi ásamt því að gróðursetja sumarblóm og hreinsa til í trjábeðum. Þeir íbúðareigendur sem geta ekki tekið þátt í hreinsunardeginum greiða sérstakt gjald til húsfélagsins. Hreinsunardagurinn er auglýstur sérstaklega með góðum fyrirvara.
Umferð um lóðina.
Umferð vélknúinna ökutækja er bönnuð á lóðinni og geta tæki yfir 800 kg. að þyngd valdið skemmdum á snjóbræðslu lóðarinnar en hún liggur grunnt undir gangstéttarhellum á lóðinni.
Umgengisreglur
Um lóðina gilda umgengisreglur sem er að finna í húsreglum húsfélagsins.