Ýmsar upplýsingar

Hvar get ég keypt fjarstýringu að bílskýlishurðinni?

Aðeins er hægt að kaupa fjarstýringu að bílskýlishurð hjá húsfélaginu. (Þórarinn S: 8993469 thg@tolvuland.is)Fjarstýringin kostar 7.500,- og er gíróseðill sendur í heimabanka.

Hvar fæ ég lykil að gönguhurðinni í bílskýlinu?

Þú þarft að tala við húsfélagið til að fá upplýsingar um lyklakaup

Ég á rafmagnsbíl / hybrid bíl og þarf að geta hlaðið hann í bílskýlinu

Húsfélagið hefur látið setja upp lagnaleið fyrir rafmagnskapal frá rafmagnstöflu í húsinu þínu og að bílastæðinu. Þú þarft að láta leggja rafmagnskapal í stæðið þitt og setja upp tengil á eigin kostnað. Húsfélagið veitir allar upplýsingar um það og getur útvegað rafverktaka í verkið.

Hvað má ég setja stóru endurvinnslukörin

Hér eru upplýsingar um það sem má fara í endurvinnslukörin. Þau eru losuð einu sinni í mánuði.

Hvert á ég að hringja ef öryggiskerfið fer í gang.

Ef öryggiskerfið fer af stað í þínum stigagangi þá getur þú slökkt á því með því að lesa leiðbeiningarnar sem eru við kerfið. Hafði síðan samband við húsfélagið og láttu okkur vita.

Hver sér um garðslátt á lóðinni?

Húsfélagið sér um garðslátt á sameiginlegri lóð