Endurvinnslutunnur
Í bílskýlinu eru staðsettar 6 endurvinnslutunnur (kör), 3 fyrir pappír og 3 fyrir plast. Tunnurnar eru til notkunar fyrir alla íbúa húsfélagsins óháð staðsetningu þeirra. Tunnurnar eru losaðar fjórum sinnum í mánuði.
Matarleifar
fara í brúnar tunnur sem staðsettar eru í ruslgeymslu í þínu húsi. Með matarleifum er átt við til dæmis: Kjöt, fisk og bein, brauð, sælgæti, grænmeti, ávexti og kaffikorg.
Blandaður úrgangur
fer í gráar tunnur sem staðsettar eru í ruslageymslu í þínu húsi. Blandaður úrgangur er allt sem ekki er hægt að endurvinna, dæmis: Dömubindi, blautklútar, bleyjur, ryksugupokar, bökunarpappír, kattasandur og hundaskítur.
ENGAR MATARLEIFAR MEGA FARA Í ÞESSA TUNNU!
Málmur-Gler-Textílvara
fer í grenndargáma sem staðsettir eru í hverfinu eða á næstu flokkunarstöð Sorpu. Athugið að ekki má setja gler, málm eða textílvörur í flokkunartunnur húsfélagsins.