Húsreglur

Húsreglur í bílskýli og á sameiginlegri lóð

1.gr.

Íbúum er skylt að ganga þrifalega og hljóðlega um sameiginlegt húsrými og gæta þess að valda öðrum íbúum sem minnstu ónæði og óþægindum. Sameiginleg lóð ofan á bílskýinu er ætluð til útivistar fyrir íbúa og börn þeirra. Íbúar eru beðnir um að brýna það fyrir börnum sínum að vera ekki að leik ofan á loftræstiskúrum, í blómabeði eða í bílskýli, enda er slíkt stranglega bannað og bera foreldrar ábyrgð á börnum sínum komi til þess að þau valdi skemmdum á trjám eða blómum í blómabeðum.  Ganga skal snyrtilega um sameiginlega lóð og gæta þess að nota göngustíga til að komast leiðar sinnar um lóðina.

2.gr.

Umhirða á sameiginlegri lóð ofan á bílskýli og inni í því er á höndum allra íbúðareigenda.  Garðslætti á sumrin er skipt jafnt á milli íbúða og sér húsfélag í viðkomandi húsi um garðsláttinn. Stjórn húsfélagsins ákveður nánar um skiptingu mánaða og sér um að tilkynna það til fjölbýlishúsanna að vori. Um snjómokstur gilda þær reglur að hús nr.1 og 3 sjá um snjómokstur göngustíga á milli húsa nr. 1 og 7. Hús nr. 5 og 7 sjá um snjómokstur á milli húsa nr. 5 og 7. Hvert hús ber ábyrgð á þrifum og umgengni við sinn inngang í bílskýli.

3.gr.

Bílskýlið er ekki ætlað til meiriháttar bílaviðgerða og eru slíkar viðgerðir óheimilar. Heimilt er að sinna minniháttar viðgerðum í bílskýlinu eins og bremsuviðgerðurm, sem og þrifum á bílum. Íbúum sem sinna þrifum eða viðgerðum á bílum sínum í akvegum bílskýlisins ber skilyrðislaust að færa bíla sína komist aðrir íbúar ekki leiða sinna vegna þeirra. Stranglega er bannað að vinna við viðgerðir á bensíntönkum eða bensínleiðslum bíla í bílskýlinu og skulu bílar með leka bensíntanka geymast utandyra. Geymsla á ónýtum eða óskráðum bílum í einkastæðum má ekki vera til óþæginda fyrir aðra íbúa. Með óþægindum er átt við bíla sem valda sjón og/eða lyktarmengun. Stranglega er bannað að geyma hjólbarða, rusl eða eldfim efni í bílskýlinu og gildir þá einu þó að um einkastæði sé að ræða.

4.gr.

Stranglega er bannað að fara á vélknúnum ökutækjum inn á sameiginlega lóð ofan á bílskýlinu. Með vélknúnum ökutækjum er átt við allar gerðir bifreiða, vélhjóla og vinnutækja. Allur slíkur akstur verður umsvifalaust kærður til lögreglu.

Húsfélagið Skeljagranda 1,3,5 og 7
Samþykkt á aðalfundi húsfélagsins 18.maí 2017