Bílskýli
Bílskýli húsfélagsins
Bílastæði í bílskýli húsfélagsins eru 41 og tilheyrir eitt bílastæði hverri íbúð. Bílastæðin sjálf eru séreign íbúðareigenda en búnaður er sameign allra íbúðareigenda.
Innaksturshurð í bílskýlið er stýrt með fjarstýringu en einnig er gönguhurð við hlið innaksturshurðarinnar. Innangengt er í bílskýlið frá öllum fölbýlishúsunum.
Aðgengi:
Gönguaðgengi er í bílskýli úr stigagöngum allra fjölbýlishúsanna. Einnig er gönguhurð við hlið aksturshurðar. Aksturshurð á bílskýli er stýrt með fjarstýringum en einnig er við hana veggrofi til að opna hurðina. Húsfélagið ætlast til þess að allir íbúar eigi fjarstýringu að aksturshurðinni og noti ekki veggrofa nema í neyð. Aðeins er hægt að kaupa fjarstýringu hjá húsfélaginu. (Þórarinn S: 899-3469 thg@tolvuland.is)
Brunakerfi.
Í bílskýlinu er brunakerfi tengt hverri hurð inn í fjölbýlishúsin. Tilgangur brunakerfisins er sá að „aflæsa“ sjálfkrafa dyrum úr bílskýli inn í fjölbýlishúsin komi upp eldur í bílskýlinu. Einnig er hægt að aflæsa dyrum, komi upp eldur, með því að brjóta gler og ýta á hnapp á hurðarofa. Brunakerfið er ekki beintengt slökkviliði eða öryggisfyrirtæki og er rekstur þess og umsjón á höndum húsfélagsins. Stjórnstöð brunakerfis er staðsett í inngangi úr bílskýli inn í hvert fjölbýlishús. Komi upp bilun í stjórnstöð þarf að tilkynna hana til húsfélagsins.
Öryggismyndavélar.
3 öryggismyndavélar eru staðsettar í bílskýlinu. Ein vísar á innaksturshurð í bílskýlið og hinar á báða akvegina í skýlinu. Vélarnar eru svokallaðar „CCTV“ og taka þær upp myndbönd á lokuðu kerfi. Upptaka er stanslaust í gangi og vistast hún á miðlægum stað þar sem myndbönd eru aðgengileg í ákveðinn fjölda daga.
Lýsing
Ljós í bílskýli eru kveikt allan sólarhringinn. Einnig eru neyðarljós sem kvikna ef rafmagn fer af bílskýlinu. Neyðarljósin veita lágmarkslýsingu og vísa á flóttaleiðir út úr skýlinu.
Raftengi fyrir rafmagnsbíla
Í bílskýli eru lagnaleiðir fyrir raftengi í hvert bílastæði. Eigendur geta látið leggja rafstreng úr rafmagnstöflu í sínu húsi yfir í sitt bílastæði. Rafstrengurinn er þá tengdur beint við viðkomandi íbúð í 10A öryggi sem er á bak við lekaliða. Ekki er æskilegt að nota stærra öryggi en það. Lagning á rafstrengnum er á höndum og á kostnað hverrar íbúðar en húsfélagið getur aðstoðað við að útvega rafverktaka til verksins. Athugið að einungis löggildir rafverktakar mega leggja og tengja strenginn.
Hraðhleðslustöðvar
Uppsetning á hraðhleðslustöðum kallar á könnun á stærð heimtaugar inn í viðkomandi hús og mögulega stækkun á henni en slíkt hefur verulegan kostnað í för með sér. Þar sem uppsetning á hraðhleðslustöð getur einnig haft áhrif á notkunarmöguleika annarra íbúða ætti ákvörðun um slíkt vera háð samþykki viðkomandi húsfélags.
Bílastæði utanhúss
Bílastæðin okkar eru við hús nr.1