Eftirlitsmyndavélar

Fræðsla vegna notkunar eftirlitsmyndavéla hjá húsfélaginu Skeljagranda 1, 3, 5 og 7.

Ábyrgðaraðili vöktunarinnar er:
Húsfélagið Skeljagranda 1, 3, 5 og 7, kt. 670598-2259, Skeljagranda
3, 107 Reykjavík, sími: 899-3469 og netfang: thg@tolvuland.is. (Hér eftir vísað til sem félagið)

Persónuverndarfulltrúi:
Persónuverndarfulltrúi félagsins er FBG Ráðgjöf ehf.

Tilgangur vöktunarinnar:
Myndavélarnar eru settar upp í öryggis- og eignavörslutilgangi, t.d. ef upp
koma innbrot, skemmdarverk eða önnur hegningarlagabrot sem vísa þarf til lögreglu. Í þeim tilvikum
þar sem atvik sem upp kunna að koma og varða eftirlitsskyldu yfirvalda mun þeim aðilum standa til
boða að óska eftir aðgangi að myndefninu til samræmis við ákvæði laga. Myndavélarnar eru ekki
notaðar í öðrum tilgangi en hér er kveðið á um. Í húsnæði félagsins eru alls 14 eftirlitsmyndavélar, bæði
inni og úti. Myndavélar sem eru inni vakta bílskýli og geymsluganga félagsins en myndavélar úti vakta
innganga í hús félagins og bílastæði þess. Öllum myndavélum er beint að svæði sem er innan lóðamarka
og tilheyrir félaginu. Þær taka aðeins upp mynd en ekki hljóð. Þau svæði sem eru vöktuð af
eftirlitsmyndavélakerfinu eru auðmerkt sérstaklega.

Heimild til vinnslu:
Vinnsla persónuupplýsinga sem á sér stað í tengslum við rafræna vöktun uppfyllir
ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og ákvæði reglugerðar ESB
nr. 2016/679 (GDPR). Ofangreind vöktun fer fram til að gæta lögmætra hagsmuna félagsins í öryggisog
eignavörslutilgangi, sbr. 6. tl. 1. mgr. 9. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr.
90/2018.

Persónuupplýsingar sem unnið er með:
Myndefnið sem verður til við vöktunina sýnir einstaklinga
sem fara um hið vaktaða svæði og athafnir þeirra.

Viðtakandi:
Aðeins einn einstaklingur hefur aðgang að myndefninu sem verður til við eftirlitið en hann
er formaður húsfélagsins hverju sinni. Engir aðrir aðilar hafa aðgang að efninu. Myndefni verður
eingöngu miðlað til þriðju aðila sem hafa lögbundna heimild til upplýsingaöflunar, t.d. vegna
eftirlitsskyldu sinnar, svo sem Persónuvernd, Vinnueftirlitið, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, svo dæmi séu tekin. Efni kann einnig að vera afhent tryggingafélagi
sé slíkt nauðsynlegt vegna tryggingamáls. Að öðru leyti vísast til 5. og 10. gr. reglna nr. 50/2023 um
rafræna vöktun.

Varðveislutími myndefnis:
Myndefni er varðveitt í 30 daga og því síðan eytt. Upptökur geta verið
varðveittar lengur sé slíkt nauðsynlegt til að krafa verði afmörkuð, sett fram eða varin vegna dómsmáls
eða annarra slíkra laganauðsynja. Ef myndefni er afhent lögreglu er öðrum eintökum þess eytt. Að öðru
leyti vísast til 2. tl. 2. mgr. 5. gr. og 11. gr. reglna nr. 50/2023 um rafræna vöktun.

Réttindi einstaklinga:
Þú getur átt rétt á að skoða myndefni þar sem þú kemur fyrir. Þá geturðu einnig
átt rétt á afriti af slíku myndefni að því gefnu að það skerði ekki réttindi og frelsi annarra. Að öðru leyti
vísast til III. kafla laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sbr. nánar ákvæði
III. kafla reglugerðar ESB nr. 2016/679.

Réttur til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd:
Þeir sem sæta rafrænni vöktun eiga rétt á að
leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd ef þeir telja að vinnsla persónuupplýsinga þeirra gangi gegn
persónuverndarlögum.

Reykjavík, 23. júlí 2024
Húsfélagið Skeljagranda 1, 3, 5 og 7.